Fréttir

Vinna bönnuð á lyfturum hjá Sólningu ehf

30.9.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í fyrirtækið Sólning ehf. Skútuvogi 2, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Voru starfsmenn að vinna við réttindaskyldar vinnuvélar án vinnuvélaréttinda. Var öll vinna bönnuð við réttindaskyldar vinnuvélar nema starfsmenn hefðu til þess gild vinnuvélaréttindi, sbr. heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið vill vekja athygli á því að atvinnurekendur bera ábyrgð á því að einungis starfsmenn með fullnægjandi þekkingu og réttindi stjórni vinnuvélum.

Öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án vinnuvélaréttinda eru kærð til lögreglu.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins