Fréttir

Öll vinna bönnuð við byggingaframkvæmdir að Grensásvegi 12

Bann vegna asbestmengunar á vinnustað

9.5.2018

 

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað að Grensásvegi 12 í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.  Var öll vinna bönnuð á verkstað þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin af asbestmengun.

Ekki má hefja vinnu aftur fyrr en búið er að fjarlægja og hreinsa allt asbest og þar til Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.        

Nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins um ákvarðanir um bann við vinnu

Uppfært 6. júní 2018

Fyrirtækið hefur gert úrbætur og vinna hefur verið leyfð á ný.