Fréttir

Verkur í hnakkanum – af hverju?

16.10.2015

Jón vinnur langan vinnudag, stöðugt að streða við að ná að klára verkefnin sem eru á lokaskilum en það er endalaus röð verkefna sem bíður sem virðist engan enda ætla að taka. “Hálsinn á mér er alltaf aumur en ég skil ekki af hverju. Ég er vissulega stressaður yfir þessu vinnuálagi en hver er það ekki þessa dagana? Læknirinn minn segir að það sé ekkert að mér.”
Þetta er mjög kunnuglegt úr samtímanum, af vinnustað þar sem starfsmaður vinnur við tölvu og er með verki í hnakkanum. Eru einhverjar skýringar á þessum auma hnakka á aftanverðum hálsinum.

Föst vinnustöð:Ef notaðir eru margir tölvuskjáir við vinnu er best að hafa þann sem mest er horft á staðsettan beint á móti sér og rétt neðan við augnhæð.

  • Þegar skjár er staðsettur ofanvið augn hæð höfum við tilhneigingu til að halla höfðinu aftur á bak til að horfa á þá.
  • Þegar skjár er staðsettur til hliðar þurfum við að horfa til hliðar til að sjá á hann

Ef það þarf að halda þessum stellingum löngum stundum eykst álag á vöðva í hnakka og öxlum sem leiðir smám saman til óþæginda. Mikilvægt er að hafa tölvuskjáinn rétt staðsettan og þann sem mest er horft á beint á móti sér.

GSM símarÞað er ekki óalgeng sjón að sjá fólk hanga í furðulegum stellingum að rýna í símana sína, reyna að sjá á skjáinn á símanum með því að halda honum rétt upp við andlitið eða bogra undan birtunni sem truflar sýnina á skjáinn. Ástæðan fyrir þessu er oft smátt letur á skjánum. Rannsóknir hafa sýnt að flestir halla höfðinu fram þegar þeir nota símana en þegar þeir tala þá klemma þeir oft símann á milli axlar og eyra og setja sig í miklar álagsstellingar sem geta leitt til líkamlegra óþæginda.

GlerauguEf fólk þarf að nota gleraugu er best að fá sér sérsniðin tölvugleraugu til að nota við skjávinnu þ.e. gleraugu með þeim styrkleika sem passar fyrir fjarlægðina á skjáinn. Oft duga ódýr gleraugu með föstum styrk. Flest venjuleg gleraugu t.d. með margskiptum glerjum eru ekki sérstaklega gerð fyrir tölvuvinnu og höfuðið endar oftar en ekki hallandi afturábak með tilheyrandi hnakkaverk. Þarna er um að ræða fjarlægð sem er ekki algengt að við notum. Þegar við lesum er lesefnið nálægt okkur og þegar við horfum frá okkur erum við að horfa lengra frá okkur. En þarna er fjarlægð sem er mitt á milli.

Nýlegar rannsóknirÁ þessu ári voru birtar niðurstöður úr rannsókn1) þar sem skoðað er samhengi milli verkja í herðum við stöðugt vöðva álag annars vegar og andlegt álag hins vegar, við skjávinnu. Þar er verið að velta upp þeirri stöðu að þegar við erum andlega útkeyrð  þurfum við að einbeita okkur enn frekar sjónrænt og höllum okkur fram í átt að skjánum, sem leiðir til enn frekara álags á axlir og herðar. Af þessu má læra að það er nauðsynlegt að taka reglulega hvíldarhlé yfir daginn til að létta álaginu, bæði til að hvíla líkamann og ekki síður hugann.

1) Richter et al, Eur J Appl Physiology. Febrúar 2015

Þessi grein er þýdd af síðunni https://www.visualergonomics.com.au/ en þar má finna ýmsan fróðleik um það sem kallast sjónræn vinnuvistfræði.