Fréttir

Vel sótt ráðstefna

1.12.2016

Ráðstefna Egilsstöðum - Þórunn Sveinsdóttir ræðir um OiRAMánudaginn 28. nóvember var haldin ráðstefna í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2016 á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. Ráðstefnan var vel sótt en þátttakendur voru 66 og 52 fylgdust með í gegnum fjartengingu.

Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins setti ráðstefnuna en næst tók til máls Eggert Sigtryggson frá VHE um innleiðingu öryggishugsunar á vinnustað. Eygló Jóhannesdóttir frá Alcoa-Fjarðarál ræddi um verkkaupaábyrgð og á eftir henni fjallaði Snæfríður J. Einarsdóttir frá HB Granda um gæða og öryggisstjórn.

Eftir hlé var komið að erindi frá Birni Hallgrímssyni frá Launafli en hann fór yfir áhættumat vegna vinnu í hæð. Því næst fór Díana Mjöll Sveinsdóttir frá Tanna Travel yfir vinnu barna og ungmenna með tilliti til reglugerða og vinnuslysa. Guðjón B. Magnússon frá SVN fór yfir fræðsluáætlun í fiskvinnslufyrirtækjum og á eftir honum tók Þórunn Sveinsdóttir frá Vinnueftirlitinu til máls og kynnti rafrænt áhættumat, OiRA .

Að lokum dró Guðmundur Þór Sigurðsson ráðstefnustjóri saman efni ráðstefnunnar.
Margt áhugavert kom fram og voru umræður líflegar.

Áherslan í ár er á vinnu barna og ungmenna en ráðstefna næsta árs sem fyrirhuguð er í október árið 2017 ber einnig yfirskriftina Vinnuvernd alla ævi en þá verður sjónum beint að eldri starfsmönnum.

Þeir sem áttu þess ekki kost að taka þátt geta horft á ráðstefnuna og skoða glærur fyrirlesaranna á vefsíðu hennar » http://bit.ly/vinnuverndarvikan2016valaskjalf

Ráðstefna Egilsstöðum - Mannhafið