Fréttir

Úrval vinnuverndarnámskeiða í net- og fjarkennslu

26.8.2020

Kona með spjaldtölvu

Vinnueftirlitið býður upp á ýmis net- og fjarkennslunámskeið í vinnuvernd.

Á meðal fjarnámskeiða á döfinni má nefna: Góð líkamsbeiting - gulli betri en á því er fjallað um líkamsbeitingu við alla vinnu, álagseinkenni og fyrirbyggjandi aðgerðir. Fyrsta námskeiðið verður haldið föstudaginn 4. september. Kennsla fer fram í gegnum Teams-fjarfundakerfið og stendur frá 13-15.

Námskeiðið líkamsbeiting við að lyfta byrðum fer síðan fram miðvikudaginn 16. september frá 13-14 en þar er sérstaklega fjallað um líkamsbeitingu við að lyfta, ýta eða draga byrðar.

Þá má nefna námskeið um félagslegt vinnuumhverfi sem er kennt föstudaginn 18. september frá 13-15 en þar verður meðal annars fjallað um hvað vinnustaðir geta gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað.

Vinnueftirlitið býður sömuleiðis reglulega upp á netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og aðra sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á vinnuverndarmálum. Næsta námskeið hefst mánudaginn 7. september og er opið þátttakendum í eina viku.

Upplýsingar um öll net- og fjarkennslunámskeið má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins  en þar er jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku.