Fréttir

Upptökur frá ráðstefnum Vinnuverndarvikunnar 2018

26.10.2018

Vinnuverndarráðstefnur Vinnueftirlitsins um meðferð hættulegra efna voru haldnar í Reykjavík og á Akureyri þann 19. og 24. október sl. en þær voru styrktar af Vinnuverndarstofnun Evrópu.
Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra var í boði en upptökur af ráðstefnunum eru aðgengilegar á YouTube rás Vinnueftirlitsins ásamt eldri upptökum frá ráðstefnum Vinnuverndarvikunnar.

Við bendum á að hægt er að smella á tímasetningar fyrir framan hvert erindi í lýsingunni undir viðkomandi myndbandi á YouTube og hoppar spilarinn þá á réttan stað í því. 

Hættuleg efni á vinnustað