Fréttir

Upplýsingastefna Vinnueftirlitsins tekur gildi 1. nóvember nk.

18.10.2017

Upplýsingastefna Vinnueftirlitsins hefur verið samþykkt í stjórn og framkvæmdastjórn stofnunarinnar og mun hún taka gildi 1. nóvember nk.  Hefur upplýsingastefnan það markmið að miðla öllum upplýsingum til almennings sem stuðla að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum með gildi stofnunarinnar að leiðarljósi og í samræmi við upplýsingarlög.

Helstu nýmæli stefnunnar er eftirfarandi:

  1. Dagsektarákvarðanir verða birtar sem frétt á heimasíðu stofnunarinnar, einnig verða þær aðgengilegar á heimasíðunni
  2. Ákvarðanir fyrirtækjaeftirlits um bann við vinnu eða lokun starfsemi fyrirtækja verða birtar sem frétt á heimasíður stofnunarinnar, einnig munu slíkar ákvarðanir verða aðgengilegar á heimasíðunni
  3. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins vegna markaðseftirlits, svo sem bann við sölu og innköllun varnings, verða birtar sem frétt á heimasíðu stofnunarinnar, einnig verða þær aðgengilegar á heimasíðunni
  4. Dómar og úrskurðir er varða Vinnueftirlitið verða aðgengilegir á heimasíðu stofnunarinnar
  5. Umsagnir Vinnueftirlitsins um þingmál verða aðgengilegar á heimasíður stofnunarinnar

Athygli er vakinn á því að upplýsingastefnan er ekki afturvirk sem þýðir að ákvarðanir stofnunarinnar og annað efni sem fellur undir hana munu ekki vera aðgengilegar aftur í tímann, þó með þeirri undantekningu að dagsektarákvarðanir Vinnueftirlitsins eru og verða aðgengilegar allt til ársins 2011, þegar birting þeirra hófst á heimasíðu stofnunarinnar.

Upplýsingastefna Vinnueftirlitsins er birt á heimasíðunni.