Fréttir
  • Skemmd festing á fiskikari

Tveir nýir gátlistar á heimasíðu Vinnueftirlitsins

22.12.2016

Gefnir hafa verið út tveir nýir gátlistar á  heimsíðu Vinnueftirlitsins. Markmið gátlistanna er að auka öryggi og fækka slysum.

Annars vegar er gátlisti um ofbeldi og rán, hann er til að hjálpa verslunar- og þjónustufyrirtækjum við að gera áhættumat vegna hótana, ógnana, ofbeldis og rána. 

Hins vegar er gátlisti fyrir löndun og útskipun. Löndun og útskipun er hættuleg starfsemi í eðli sínu og þar hafa orðið alvarleg slys síðustu ár.