Fréttir

Tímabundnar lokanir vegna Covid-19

24.3.2020

- See English version below -

Skrifstofu Vinnueftirlitsins á Sauðárkróki hefur verið lokað tímabundið sökum útbreiðslu COVID-19. Áður var búið að loka skrifstofum Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ og Selfossi en þær eru sameiginlegar með Vinnumálastofnun sem hefur lokað sínum afgreiðslustöðum. Afgreiðsla Vinnueftirlitsins er áfram opin í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Hvatt til rafrænna samskipta

Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið út vegna útbreiðslu COVID-19 viljum við aftur á móti hvetja viðskiptavini Vinnueftirlitsins sem þurfa úrlausn sinna mála að nýta síma, tölvupóst, vefsíðu og Mínar síður fremur en að mæta á starfsstöðvar Vinnueftirlitsins.

Hægt er að hafa samband í síma 550 4600 eða senda tölvupóst á netfangið vinnueftirlit@ver.is . Þá er hægt að nálgast mikið magn upplýsinga hér á heimasíðunni.

Við vonumst til þess að viðskiptavinir taki þessum tilmælum vel.

Starfsfólk Vinnueftirlitsins


- English -

Our Office in Sauðárkrókur is temporarily closed due to COVID-19. The Offices in Reykjanesbær and Selfoss are also closed. The offices in Reykjavík, Akureyri and Egilsstaðir are still open.

Online Communications recommended

In light of the recommendations made by the National Health Authorities regarding the spread of the COVID-19 virus, we encourage anyone requiring information or assistance from The Administration of Occupational Safety and Health in Iceland to contact us via telephone, e-mail, the directorate's website or My Pages, rather than visit the service centres.

It is in the interest of anyone requiring the directorate's services that this is directed to everyone during the spread of the virus.

Our phone number is 550 4600. The email-address is vinnueftirlit@ver.is . You can also access a lot of information here on our homepage.

We hope that you take these recommendations into consideration.

Directorate of Administration of Occupational Safety and Health