Fréttir
  • Hafa samband

Tímabundin lokun og aukin stafræn þjónusta

13.10.2020

Vinnueftirlitið leitar sífellt leiða til að nýta upplýsingatæknina til að auka stafræna þjónustu sína. Má í því samhengi nefna nýlegar endurbætur á tilkynningum á eigendaskiptum vinnuvéla. Eins hefur verið opnað fyrir netspjall hér á vefsíðunni sem viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nota.

Í ljósi útbreiðslu COVID-19 á höfuðborgarsvæðinu verður afgreiðsla stofnunarinnar að Dvergshöfða 2 lokuð til og með 10. nóvember næstkomandi. Aðrar afgreiðslustöðvar Vinnueftirlitsins á Akureyri og Egilsstöðum verða með óbreyttan opnunartíma.

Við hvetjum alla viðskiptavini sem þurfa úrlausn sinna mála til að nýta tæknina og hafa samband í gegnum síma, tölvupóst, netspjallið, vefsíðu og Mínar síður fremur en að mæta á afgreiðslustöðvar stofnunarinnar.

Þeir sem þurfa nauðsynlega úrlausn mála á staðnum í Reykjavík eru beðnir um að bóka tíma. Það er gert með því að senda póst á vinnueftirlit@ver.is eða með því að hringja í þjónustuver Vinnueftirlitsins í síma 550 4600.