Fréttir

Tímabundin lokun framlengd – aukin stafræn þjónusta

English below

18.11.2020

Pexels-bongkarn-thanyakij-3774680Lokun afgreiðslu Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2 vegna COVID-19 hefur verið framlengd til og með 15. janúar næstkomandi. Þá er vakin athygli á breyttum opnunartíma afreiðslunnar á Akureyri sem verður framvegis opin frá 12-15 mánudaga til miðvikudaga. Á Egilsstöðum er opnunartíminn óbreyttur en þar er opið frá 9-15 alla virka daga.

Við hvetjum alla viðskiptavini sem þurfa úrlausn sinna mála til að nýta tæknina og hafa samband í gegnum síma, tölvupóst, netspjall, vefsíðu og Mínar síður.

Þeir sem þurfa nauðsynlega úrlausn mála á staðnum í Reykjavík eru vinsamlegast beðnir um að bóka tíma. Það er gert með því að senda póst á vinnueftirlit@ver.is eða með því að hringja í þjónustuver Vinnueftirlitsins í síma 550 4600.

--

In light of the spread of COVID-19 in the capital area, the reception at Dvergshöfði 2 will be closed until 15th of January. In Akureyri the reception is open from 12-15 Mondays - Wednesdays. In Egilsstaðir the reception is open from 9-15 all weekdays as usual.

We encourage you to take advantage of the technology and contact us by phone, email, online chat, website and My pages. If you need personal assistance here on site, we kindly ask you to book an appointment. This is done by sending an e-mail to vinnueftirlit@ver.is or by calling customer service at 550 4600.