Fréttir

Ráðstefnan „The Working Conditions of Tomorrow“

13.11.2019

Norræna ráðstefnan „The Working Conditions of Tomorrow“ – nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi var haldin þann 7. nóvember sl. á Grand Hótel í Reykjavík. Mikil þátttaka var í ráðstefnunni enda mikilvægt og áhugavert efni til umræðu með þátttöku norrænna og innlendra sérfræðinga, aðila vinnumarkaðarins og félagsmálaráðherra. Helstu áherslur ráðstefnunnar voru:

  • breytingar á vinnumarkaði sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar og starfsaðstæður
  • hvernig hægt er að skapa góða vinnustaði sem stuðla að heilsu, öryggi og réttindum starfsfólks
  • skipulegt samstarf þvert á landamæri og innanlands til þess að uppræta félagsleg undirboð og vinnumarkaðsglæpi

Upptaka frá ráðstefnunni:

Upptaka

The_Working_Conditions_of_Tomorrow-_1

Mynd: Frá pallborðsumræðum