Fréttir

Styrkir til verkefna í vinnuvernd

28.4.2015

Vinnuumhverfisnefndin styrkir verkefni sem leggja áherslu á að efla norrænt samstarf á sviði vinnuumhverfis.

Auglýst er sérstaklega eftir styrkumsóknum sem leggja áherslu á þróun leiða og aðferða í vinnuverndar- og vinnueftirlitsstarfi. Jafnframt er kallað eftir umsóknum er lúta að vinnuvernd eldri starfsmanna á vinnumarkaði.

Styrkurinn er fáanlegur á Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Álandseyjum, Færeyjum, Svíþjóð og Grænlandi. Lögð er rík áhersla á að samvinna sé um verkefnin á meðal minnst þriggja Norðurlanda.

Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 2015.