Fréttir
  • Penni

Styrkir til verkefna á sviði vinnuverndar

16.12.2020

Norræna vinnuverndarnefndin auglýsir styrki fyrir árið 2021 til verkefna á sviði vinnuvendar. Verkefnin geta verið stór sem smá en þurfa að falla undir tilteknar áherslur.

Verkefni norrænu vinnuumhverfisnefndarinnar er að leggja sitt af mörkum við framkvæmd samstarfsáætlunar á sviði atvinnulífs 2018-2021 í Norrænu ráðherranefndinni. Áætlunina og áherslur hennar er að finna á átta tungumálum, þar á meðal á íslensku.

Vinnuumhverfisnefndin úthlutar styrkjum til norrænna verkefna sem taka mið af samstarfsáætluninni og falla undir eftirfarandi áherslur:

  1. Stefnumörkun og þróun þekkingar og verkfæra er snúa að vinnuvernd og eftirlitsstarfi á Norðurlöndunum.
    Sérstaklega er horft til sálfélagslega vinnuumhverfisins með áherslu á jafnrétti kynjanna og jafnrétti á milli ólíkra aldurshópa.
  2. Markvisst vinnuverndarstarf á vinnustöðum framtíðarinnar.
    Vinnufyrirkomulag er víða að taka miklum breytingum og því fylgja hinar ýmsu vinnuverndaráskorandir bæði hvað varðar andlega og líkamlega þætti.
  3. Vinnuumhverfi og framtíðarstörf.
    Tækniframfarir og stafvæðing hinna ýmsu vinnuferla gerir það að verkum að sum störf hverfa en önnur verða til með tilheyrandi áskorunum.

Umsóknarfrestur er til klukkan 12.00 15. febrúar 2021 (að dönskum tíma). Umsóknir sendist til ritara nefndarinnar, Gro Synnöve Færevåg á netfangið: gro.synnove.faerevag@arbeidstilsynet.no.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.