Fréttir

Ný reglugerð um stórslysavarnir

12.12.2017

Nýlega öðlaðist gildi " Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna, nr. 1050/2017 " (Stórslysareglugerðin) en hún byggir á eldri reglugerð nr. 160/2007 með breytingum frá 2009 sem falla út gildi og innleiðir tilskipun 2012/18/ESB sama efnis.

Helstu nýmæli þessarar tilskipunar eru að hún nær fram þeim viðmiðunum sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingar og pökkun efna og efnablandna (um er að ræða samræmingu við REACH), auka aðgang almennings að upplýsingum um hættur af völdum nálægrar starfsemi sem fellur undir tilskipunina og viðbrögð við slysum og tryggja aukið eftirlit með framkvæmd stórslysavarna.

Ef Vinnueftirlitið hefur viðbótarupplýsingar um auknar líkur á stórslysi eða keðjuverkandi áhrifum en þeim sem rekstraraðili hefur gefið upp þá skulu rekstraraðilar hafa samvinnu sín á milli við að upplýsa almenning, Vinnueftirlitið og fleiri um heildaráhættuna svo unnt sé að gera viðbragðsáætlun utan starfsstöðvar.

Þær kröfur sem framangreind tilskipun gerir munu ekki verða afturvirkar.

Vinnueftirlitið metur það svo að innleiðing þessarar tilskipunar muni ekki hafa mikilar breytingar í för með sér fyrir atvinnulífið í landinu þar sem í grunninn eru ákvæði þessarar tilskipunar þau sömu eða mjög svipuð og fyrri tilskipana.