Fréttir

Stigar eru hvorki sexí né töff - þeir eru hættulegir

16.10.2015

Iðnmeistarinn sendir rafvirkja til þess að tengja ljósakrónu fyrir viðskipavin. Trappan sem rafvirkinn er með er of stutt. Á þessari stundu þarf hann að taka ákvörðun um hvort hann vilji slaka á öryggisköfum og hengja ljósakrónuna upp frá efsta þrepi eða keyra til baka og sækja nýja hærri tröppu. 

Þetta er þekkt vandamál segir Lars Toft Pedersen yfirmaður vinnuslysahóps hjá danska vinnueftirlitinu (Arbejdstilsynet). Þrátt fyrir að það séu notaðir stigar eða tröppur á hverjum vinnustað verða vinnuslys í kringum tröppur aðalega í byggingageiranum og í véla og málmiðnaði, en þar eru stigar og tröppur notaðar á hverjum degi og oft á dag. 

Fimmta hvert fallslys, þar sem fjarvera er lengri en þrjár vikur, verður við stigavinnu í þessum starfsgreinum, að sögn Lars Toft Pedersen, en danska vinnueftirlitið hefur lagt sérstaka áheyrslu á lausa stiga og tröppur við eftirlitsheimsóknir síðastliðin ár. 

Hann upplýsir að flest slys verða þar sem stigar eða tröppur renna eða velta, væntanlega vegna þess að þeir eru ekki settir upp á réttan hátt eða að notkunin á þeim er ekki rétt. Annar stór þáttur er að starfsmaður missir jafnvægi eða skrikar fótur þegar verið er að klifra upp eða fara niður. Sjaldnast er ástæða slysins sú að stiginn eða trappan séu gömul og úr sér gengnar.

Ein ástæða slysa í stigum og tröppum er sú að menn vanmeta áhættuna við að vinna í hæð, en einblína á verkefnið sjálft í stað þess að meta áhættu segir Lars Toft Pedersen. Enn ein ástæða fyrir því að stigar eða tröppur eru hættulegar er að tröppur eru í sjálfu sér ekki taldar hættuleg verkværi eins og t.d. vélsagir eða önnur rafmagnsverkfæri.

Virðingin er einfaldlega meiri fyrir ýmsum tæknilegum verkfærum. Hjólsagir og önnur slík verkfæri þekkja flestir, hversu alvarleg slys geta orðið við notkun þeirra en við fall úr stiga eða tröppu fær maður í besta falli marblett, en beinbrot eru einnig stór áhætta, segir Lars Toft Pedersen.

Vinnuslys við stiga á Íslandi 2005 til 2015

Hvorki sexí né töff

Hvort að slysin eða óhöppin verði vegna þess að um fáfræði eða hugsunarleysi er að ræða, getur Jan Fahlgren frá stigafyrirtækinu ZAGRES ekki sagt. Ein af ástæðunum er hugsanlega sú að stigar og tröppur eru með elstu tækjum sem notuð hafa verið við vinnu, stigar og tröppur hafa alla tíð verið til staðar og eru í raun sjálfsagður hlutur til hjálpar við vinnu og þar að auki eru stigar eða tröppur hvorki sexí né töff. 

Stigar og tröppur snúast hvorki né gefa frá sér hljóð eins og mörg rafmagnsverkfæri og það er vandamálið, þau gefa ekki frá sér aðvörunarhljóð áður er slysið verður eins og heyrist t.d. ef borvél er að brenna yfir. Slys í stigum og tröppum verða og þessi áhætta er mjög vanmetin, segir Jan Fahlgren. 
Þar sem unnið er í tröppum og það þarf að færa þær til er ekki óþekkt að í stað þess að fara niður úr tröppunni og fella hana saman þá nota iðnaðarmenn tröppuna sem stultur og færa sig þannig til. Í slíkum tilfellum er ekki hægt að álasa gæðum tröppunnar ef að slys verður. 
Í mörgum löndum Evrópu eru komnar reglur þar sem skylt er að nota tröppur með vinnupalli efst og handriði, ef unnið er í meiri hæð en 1,3 metrar. 

Þetta er svo sára einfalt

Lars Toft Pedersen frá danska vinnueftirlitinu veltir fyrir sér af hverju svo mörg vinnuslys verði í stigum og tröppum, því það er svo einfalt að fyrirbyggja þau. Upplýsingar eru til staðar, bæði reglugerðir og leiðbeiningar frá framleiðendum. Gott ráð við gerð áhættumats við vinnu í stigum eða tröppum, er að hafa hlutina ekki of flókna. 

Þrjú atriði ber að hafa í huga:

  1. Er stiginn eða trappan hentug fyrir verkefnið sem vinna á?
  2. Er stiginn eða trappan rétt sett upp?
  3. Er verið að nota stigann eða tröppuna rétt miðað við verkefnið sem unnið er?

Hafa ber öryggisatriðin í huga við undirbúninginn á verkinu, ásamt því að vera á varðbergi allan tímann. „Ég hef áhyggjur af að þessir hlutir eru mjög vanmetnir og að þess vegna erum við að sjá mikið að alvarlegum slysum við vinnu í stigum og tröppum“ segir Lars Toft Pedersen. 

Þörf fyrir annað val og aðrar lausnir 

Mette Møller yfirmaður vinnuumhverfissviðs fyrir Dansk Byggeri og formaður fyrir BAR í Danmörk heldur því fram að það sé þörf á að finna nýjar lausnir fyrir stiga og tröppur til þess að draga úr slysatíðni. Til dæmis vísar hún í aðgerðaáætlun gegn vinnuslysum í byggingageiranum (Sikkerhed hver dag - knæk kurven for alvorlige arbejdsulykker. Handleplan mod arbejdsulykker i bygge- og anlægsbranchen) sem unnin var af aðilum í byggingargeiranum fyrir 2013-2015. Í þessari aðgerðaráætlun er lögð mikil áhersla á að unnið sé eftir settum lögum og reglum. Að notast verði við færanlega stiga og vinnupalla í minna mæli.
 
BAR gerði myndband um notkun á hjólaverkpöllum og vinnuverkpöllum, hún bætir við að sænska vinnueftirlitið geri kröfu um að ef unnið er í tröppum þá sé þar efst pallur og handrið til stuðnings. Í Danmörku eru slíkar tröppur ekki vinsælar og er það aðallega vegna verðs á þeim. Val á stigum eða tröppum á ekki að ráðast af verði undirstrikar hún, en við erum líka bundin af vana, menningu og hefðum. Ungir starfsmenn og þeir sem eru nýjir velja eins og eldri vinnufélagar. 

 BAR styður vel við iðnskólana í Danmörku og lætur þeim í té mikið af upplýsingum. Mette Møller segir að í iðnnáminu sé mikilvægt að koma með fræðsluna og upplýsingarnar því þar sem námið fer fram þar læra menn bæði góðar og ekki síður slæmar venjur. Hún hvetur til þess að gert sé áhættumat áður en verk er hafið, það hjálpar við val á réttum tækjum eins og stigum og tröppum. 

Greinin er þýdd úr Magasinet Arbejdsmiljø 8/2014 af Guðmundi Þór Sigurðsyni.