Fréttir

Slysahætta við Oddgeirs-hausara

Í fiskvinnsluátaki Vinnueftirlitsins hafa fundist hættulegar vélar

1.10.2015

Vinnueftirlitið hefur vitneskju um að svokallaðir Oddgeirs-hausarar séu á markaði og í notkun á Íslandi.
Oddgeirs-hausarar eru m.a. hættulegir vegna þess að starfsfólk getur komist inn á hættusvæði vélanna án þess að þær stöðvist. Þegar eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins koma að Oddgeirs-hausurum eða öðrum vélum sem ekki uppfylla lágmarkskröfur um öryggi banna þeir notkun þeirra.

Vinnueftirlitið hefur þegar bannað notkun nokkurra Oddgeirs-hausara. Notkun vélanna er heimiluð á ný ef vélunum er breytt þannig að þær uppfylli öryggiskröfur.  

Sjá nánari upplýsingar í dreifibréfi til forsvarsmanna fiskvinnslufyrirtækja.