Fréttir
  • Öryggi við notkun rúllustiga

Slys við rúllustiga

6.8.2015

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um öryggi við notkun rúllustiga. Almennt eru rúllustigar örugg tæki en eins og með allar vélar og tæki þarf að gæta varúðar við notkun þeirra.

Öðru hverju verða slys við rúllustiga vegna þess að fólk notar þá ekki á réttan hátt, t.d. klifrar upp á handrið þeirra eða er að flytja í þeim fyrirferðamiklar vörur. Þekkt er að mjúkir skór og pinnahælar geta verið hættulegir í rúllustigum.

Rúllustigar eru alls ekki leiktæki og mjög mikilvægt er að gæta að öryggi barna í rúllustigum. Lítil börn ætti að leiða eða halda á í rúllustigum.

Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna leiðbeiningar um öryggi við notkun rúllustiga.