Fréttir

Skref til framfara í að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

9.5.2016

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 17. maí 2016

Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið standa fyrir morgunverðarfundi til kynningar á endurskoðaðri reglugerð nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Morgunverðarfundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Hvammi, og er öllum opinn.

Þátttökugjald er 3.000,- kr og er morgunverður innifalinn.

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti til vinnueftirlit@ver.is

Dagskrá fundarins:

Kl.  Efni  
08:00 Skráning og morgunverður  
08:30 Ávarp ráðherra Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra
08:40
Forvarnir og aðgerðir á vinnustöðum – nýmæli í endurskoðari reglugerð
Ásta Snorradóttir
fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu
08:55 Skyldur og verklag Vinnueftirlitsins í eftirliti á vinnustöðum
Þórunn Sveinsdóttir
deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu
09:05 Aðkoma og sýn stéttarfélags í málum tengdum einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Maríanna H. Helgadóttir
formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (BHM)
09:20 Fyrirtækjamenning og vellíðan á vinnustað
Sigríður Indriðadóttir
mannauðsstjóri Mannvits
09:40
Pallborðsumræður
 
10:00 Fundi slitið   

Fundarstjóri er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við HÍ.