Fréttir

Skilvirkari þjónusta

26.5.2020

Merki VinnueftirlitsinsVinnueftirlitið fer þess á leit við stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem senda stofnuninni erindi að senda þau framvegis á netfang stofnunarinnar vinnueftirlit@ver.is. Þar með talið beiðnir um umsagnir vegna leyfisveitinga, umsóknir á útfylltum eyðublöðum og fyrirspurnir.

Með þessu vill stofnunin tryggja skilvirka og góða þjónustu þar sem erindið fer þá þegar í viðeigandi afgreiðsluferil innan stofnunarinnar.

Vonast er til að þessari beiðni verði vel tekið en markmiðið er að tryggja betri þjónustu.