Fréttir

Samráðsfundur um vinnuvernd eldra fólks

28.4.2017

Eldri_starfsmadurVinnueftirlitið stóð fyrir samráðsfundi um vinnuvernd eldra fólks á íslenskum vinnumarkaði miðvikudaginn 26. apríl.

Til fundarins voru boðaðir hagsmunaaðilar á vinnu-markaði til skrafs og ráðagerða en megin tilgangur fundarins var að fá fram skoðanir og viðhorf þeirra á málaflokknum, en hærri lífaldur og lengri starfsævi kallar óhjákvæmilega á breyttar áherslur á þessu sviði.

Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og spunnust góðar umræður í kjölfarið.

Í ár ber evrópska vinnuverndarvikan yfirskriftina, Vinnuvernd alla ævi og er tileinkuð starfsfólki sem komið er yfir miðjan aldur og mun Vinnueftirlitið halda ráðstefnu af því tilefni 19. október nk. á Grand Hótel. Vinnueftirlitið tekur einnig þátt í starfshópi sem vinnur að gerð skýrslu fyrir norrænu ráðherranefndina um áhrif vinnuumhverfis á atvinnuþátttöku eldra starfsfólks á Norðurlöndunum.  Markmið með gerð hennar er bæði að safna saman upplýsingum sem nýtast við stefnumörkun og einnig að koma auga á hvar frekari rannsókna sé þörf.

Í tengslum við verkefnið stendur Norræna fræðslustofnunin á sviði vinnuverndar, fyrir málþingi í öllum þátttökulöndunum og verður það haldið hér á landi 21. júní.