Fréttir

Ný reglugerð um rafsegulsvið

12.12.2017

Nýlega öðlaðist gildi „ Reglugerð um varnir gegn skaðlegum áhrifum rafsegulsviðs á vinnustöðum, nr. 1051/2017 " (Rafsegulsviðsreglugerðin)  en þetta er ný reglugerð sett til innleiðingar á tilskipun 2013/35/ESB um lágmarkskröfur um heilbrigði og öryggi að því er varðar áhættu starfsmanna vegna skaðlegra eðlisfræðilegra áhrifa (rafsegulsviðs).

Tilskipunin tekur til allra þekktra, beinna og óbeinna, lífeðlisfræðilegra áhrifa rafsegulsviðs og gildir um áhrif rafmagns- og rafsegulsviðs með tíðni frá 0 Hz til 300 GHz. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja öryggi og vernda heilbrigði starfsmanna sem eiga á hættu eða kunna eigu á hættu að verða fyrir skaðlegum áhrifum rafsegulsviðs við störf sín.

Bein lífeðlisfræðileg áhrif eru áhrif á mannslíkamann sem sannanlega eru af völdum nálægðar við rafsegulsvið, þar með talið varmaáhrif, varmalaus áhrif og straumar í útlimum. Óbein áhrif eru hins vegar áhrif hlutar innan rafsegulsviðs sem gæti sett öryggi og heilbrigði manna í hættu, til dæmis truflun í rafrænum lækningabúnaði, ræsing á hvellhettum og eldur og sprengingar þegar kviknar í eldfimum efnum út frá neistum af völdum spansvæða.

Þeir starfsmenn sem eiga á hættu að verða fyrir skaðlegum áhrifum rafsegulssviðs við störf sín eiga að fá sérstaka þjálfun og skal gert kleift að gangast undir heilsufarsskoðun í forvarnarskyni og til þess að greina snemmbær skaðleg áhrif á heilsu vegna áhrifa rafsegulsviðs á þeim tíma sem hann kýs í samráði við atvinnuveitanda.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar, sbr. 82. gr. gildandi laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.