Fréttir

Rannsókn á afleiðingum vinnuslysa

23.3.2018

Vinnueftirlitið stendur nú fyrir rannsókn á afleiðingum vinnuslysa. Rannsóknin er forrannsókn og er úrtakið fengið úr vinnuslysaskrá stofnunarinnar. Rannsókna-og heilbrigðisdeild vinnur að rannsókninni og munu sérfræðingar deildarinnar hafa samband við þátttakendur sem valdir hafa verið með slembiúrtaki.

Rannsóknin hefur fengið leyfi vísindasiðanefndar en frekari upplýsingar um rannsóknina má nálgast með því að senda fyrirspurn á johann@ver.is, steinthora@ver.is eða kristinn@ver.is.

Verksmiðjuvinna