Fréttir

Rafræn þjónusta vinnuvéla

18.6.2018

Vinnueftirlitið hefur tekið í notkun nýja möguleika á Mínum síðum þar sem eigendur geta gert eigendaskipti og skráð umráðamenn á vinnuvélar sínar auk þess sem hægt er að sækja um nýskráningu og afskráningu vinnuvéla.

Mínar síður er að finna á slóðinni https://minarsidur.ver.is en einnig með því að smella á hnappinn „Mínar síður“ efst á vef Vinnueftirlitsins.

Lögaðili þarf að veita starfsmönnum umboð til þess að sækja um nýskráningar, gera eigendaskipti og skrá umráðamenn vinnuvéla, er það gert inn á Ísland.is, sjá leiðbeiningar . Þegar prókúruhafi hefur skráð sig inn með Íslandslykli kennitölu eiganda véla og veitt starfsmönnum þau umboð sem við eiga geta starfsmenn skráð sig inn sjálfir með rafrænum skilríkjum eða Íslandslykli og skráð umráðamenn, skráð eigendaskipti, afskráð vélar og sent inn umsóknir um nýskráningar vélar.

Með því að notast við Mínar síður Vinnueftirlitsins er hægt að senda inn slíkar skráningar rafrænt og mun afgreiðsla þeirra taka mun skemmri tíma en áður. Undirskrifta og vottunar þeirra verður ekki þörf og með pappírnum hverfur einnig krafan um frumrit eigendaskipta. Umsóknir um nýskráningar, afskráningar, eigendaskipti og skráningar umráðamanna verða því talsvert þægilegri og fljótlegri í framkvæmd, auk þess sem ferlið kemur í veg fyrir innsláttarvillur.


Frá og með 1. september 2018 verður eingöngu tekið við umsóknum um nýskráningar og skráningu umráðamanna á Mínum síðum. Áfram verður tekið við eigendaskiptum á pappír frá þeim sem það kjósa.

Hér eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að veita starfsmönnum lögaðila umboð til þess að sýsla með vinnuvélar. Nánari upplýsingar má fá hjá starfsfólki Vinnueftirlitsins í síma 550 4600.