Fréttir

Rafræn samskipti aukin og eingöngu tekið við skráningu á nýjum vinnuvélum og eigendaskiptum á „Mínum síðum“

24.3.2020

Kæru viðskiptavinir

Framvegis mun Vinnueftirlitið eingöngu taka rafrænt við skráningu nýrra vinnuvéla og tilkynningum um eigendaskipti. Það þýðir að ekki verður tekið við pappír í afgreiðslu starfsstöðva stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr pappírssamskiptum en sömuleiðis til að minnka smithættu af völdum COVID-19.

Samskiptin munu fara fram í gegnum „Mínar síður“ en þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Viðskiptavinum sem þurfa úrlausn annarra mála er jafnframt bent á að nýta síma, tölvupóst, vefsíðu og „Mínar síður“ fremur en að mæta á starfsstöðvar Vinnueftirlitsins á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.

Með vinsemd
Starfsfólk Vinnueftirlitsins