Fréttir

Rafræn samskipti aukin og eingöngu tekið við skráningu á nýjum vinnuvélum og eigendaskiptum á "Mínum síðum"

24.3.2020

Kæru viðskiptavinir

Í ljósi aðstæðna verður eingöngu tekið rafrænt við skráningu nýrra vinnuvéla og tilkynningum um eigendaskipti hjá Vinnueftirlitinu frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 25. mars 2020. Það þýðir að ekki verður tekið við pappír í afgreiðslu starfsstöðva stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr pappírssamskiptum og þar með smithættu af völdum COVID-19.

Samskiptin munu fara fram í gegnum "Mínar síður" en þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Viðskiptavinum sem þurfa úrlausn annarra mála er jafnframt bent á að nýta síma, tölvupóst, vefsíðu og " Mínar síður" fremur en að mæta á starfsstöðvar Vinnueftirlitsins.

Með vinsemd
Starfsfólk Vinnueftirlitsins