Fréttir

Rafræn námskeið hjá Vinnueftirlitinu

20.3.2020

Vinnueftirlitið hefur ákveðið að bjóða upp á rafræna fræðslu á sviði vinnuverndar og vinnuvéla næstu vikurnar. Er það hluti af þeim ráðstöfunum sem gerðar eru til að hefta útbreiðslu COVID 19 sjúkdómsins. Notast verður við Teams-fjarkennslu og geta þátttakendur því tekið námskeiðin heiman frá sér ef þeir kjósa svo.

Námskeið í líkamsbeitingu

Nokkur fjarkennslunámskeið um líkamsbeitingu við vinnu hafa verið sett inn á https://skraning.ver.is en auk þess verður boðið upp á netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði frá og með 20. apríl næstkomandi. Næstu námskeið verða sem hér segir:

 

  • Líkamsbeiting við að lyfta byrðum 3. apríl kl. 13–14
  • Líkamsbeiting á skrifstofunni 17. apríl kl. 13–14
  • Netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði 20.–26. apríl

 

Vinnuvélanámskeið

Næstu vinnuvélanámskeið verða einnig kennd í fjarkennslu en að loknu námskeiði munu nemendur geta þreytt skriflegt próf á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins um allt land eða samkvæmt nánara samkomulagi við samstarfsaðila stofnunarinnar sem kynnt verður á námskeiðunum. Næstu frumnámskeið verða sem hér segir:

 

  • Frumnámskeið á pólsku 24.–26. mars kl. 9–16
  • Frumnámskeið á íslensku 31. mars – 2. apríl kl. 9–16
  • Frumnámskeið á ensku 14. – 16. apríl kl. 9–16

 

Á öllum námskeiðum kenna sérfræðingar Vinnueftirlitsins og eru námskeiðin byggð upp á glærum og myndböndum ásamt fyrirlestri. Fleiri námskeið verða tilkynnt síðar.

Kennarar

Skráning á öll námskeið fer fram í gegnum heimasíðu okkar;  https://skraning.ver.is .

Allar fyrirspurnir um fræðslu eða óskir um sérnámskeið á vegum Vinnueftirlitsins eru velkomnar á netfangið fraedsla@ver.is