Fréttir

Ráðstefna um streitu og hávaða haldin á Akureyri

24.9.2015

Vinnueftirlitið, Háskólinn á Akureyri og Kennarasamband Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu miðvikudaginn 30. september kl. 9 – 12.

Á ráðstefnunni verður til umfjöllunar streita og hávaði á vinnustað. Fjallað verður um skaðlegan hávaða í vinnuumhverfi, hvernig hávaði veldur einstaklingum heilsutjóni t.d. streitu, hvaða reglugerðir og mælingar við höfum til viðmiðunar og hvernig unnt er að fyrirbyggja skaðsemi hávaða í vinnuumhverfi.
Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri. Hún er opin öllum og aðgangur ókeypis.

Bein útsending verður frá ráðstefnunni hér á vefnum og YouTube rás Vinnueftirlitsins.


Hávaði og streita

Ráðstefna á vegum Vinnueftirlits ríkisins, Kennarasambands Íslands og Háskólans á Akureyri

30. september kl. 9-12, Háskólanum á Akureyri

9:00 Setning ráðstefnunnar
9:10 Hávaði er skaðvaldur og veldur m.a. streitu
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur
9:40 Hávaðaskaði, hvað er það?
Erlingur Hugi Kristvinsson, háls, nef og eyrnalæknir
10:00 Kaffihlé
10:20 Mælingar og reglugerðir um hávaða
Sigurður Karlsson, sérfræðingur Vinnueftirlit ríkisins
10:40 Þarf þetta að vera svona hátt?
Gunnar Gunnsteinsson, Framkvæmdastjóri MAK
11:00 Hljóðvist og hönnun vinnuumhverfis
Ólafur Daníelsson, verkfræðingur
11:30 Pallporðsumræður
12:00 Samantekt og slit

Fundarstjóri: Ásta Snorradóttir, sérfræðingur  Vinnueftirlit ríkisins