Fréttir

Ráðstefna - Trjáklifur á Íslandi

7.8.2019

Trjáklifur á ÍslandiLandbúnaðarháskólinn heldur ráðstefnu um trjáklifur í samstarfi við Vinnueftirlitið 22. ágúst 2019.

Ráðstefnan er hluti af Erasmus+ verkefninu „Safe Climbing“ sem mun formlega ljúka í september á þessu ári. Verkefnið hefur þann tilgang að útbúa og þróa rafrænt námsefni og áfangalýsingar fyrir trjáklifur auk þess að þjálfa klifrara sem geta starfað á Íslandi og kennt klifur við Landbúnaðarháskóla Íslands í framtíðinni.

Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér efnið, læra trjáklifur eða bara forvitnast um hvað málið snýst eru hvattir til mæta á þessa ráðstefnu.

Á ráðstefnunni verður rætt um þörf á því að þjálfa og mennta fólk til að vinna við trjáklifur á Íslandi. Einnig fjallað um innihald nýrrar námskrár fyrir Trjáfræðinga (Arborist) sem skólinn stefnir á að hefja kennslu á árið 2020. Að ráðstefnunni og umræðum loknum munu nemendur sem tóku þátt í Erasmus+ verkefninu „Safe Climbing“ sýna nokkrar algengar aðferðir við klifur.

Ráðstefnan hefst kl 13:10 þann 22. ágúst að Reykjum í Ölfusi.

Dagskrá   
13:10Setning 
13:15Kynning á Erasmus+ verkefninu „Safe Climbing“ og nýrri námsskrá fyrir Trjáfræði (Arborist)Ágústa Erlingsdóttir
13:35Öryggismál og eftirlit með trjáklifriHannes Snorrason
13:45
Helstu sjúkdómar í trjám á ÍslandiHalldór Sverrisson
14:05Kaffihlé 
14:15Helstu tegundahópar trjáaGuðríður Helgadóttir
14:30Líffræði trjáaKári Aðalsteinsson
14:45Stutt kaffi fyrir sýningu á trjáklifri 
15:00 Sýning á trjáklifri á útisvæðum skólansOrri Freyr Finnbogason, Benedikt Örvar Smárason og Bjarki Sigurðsson
Á facebook-síðu viðburðarins verða færðar inn nýjar upplýsingar þegar nær dregur.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér.