Fréttir
  • Öryggismál í byggingariðnaði

Öryggismál í byggingariðnaði

7.7.2015

Eftirlit með byggingar- og mannvirkjagerð verður ein af aðaláherslum Vinnueftirlitsins á næstu árum. Það mun felast í tíðara eftirliti og strangari eftirfylgni með þessari starfsemi en verið hefur. 

Vinnueftirlitið mun í eftirliti sínu leggja ríka áherslu á að verkkaupar og verktakar sinni skyldum sínum sem fram eru settar í reglum og reglugerðum sem þeim ber að uppfylla.

Af þessu tilefni hefur Vinnueftirlitið sent dreifibréf til verktaka og verkkaupa í byggingar- og mannvirkjagerð og annarra sem málið varðar með nánari útlistun.