Fréttir

Öryggismál - erum við að ná árangri

1.2.2018

Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 7. febrúar 2018. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Öryggismál – erum við að ná árangri.

Dagskráin er fjölbreytt eins og endranær og á umfjöllunarefnið erindi við alla í atvinnurekstri, hagsmunasamtök og stéttarfélög í atvinnulífinu. Hér má skoða dagskránna og skrá sig.

Allir hjartanlega velkomnir en stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Athugið að skráningar er krafist en aðgangur er ókeypis.

Forvarnaradstefna_2018_haus