Fréttir
  • Námskeið

Námskeið fyrir þjónustuaðila í vinnuvernd-skráning stendur yfir

20.1.2021

Námskeið fyrir þjónustuaðila og sérfræðinga í vinnuvernd verður haldið 29. janúar – 15. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er haldið árlega í upphafi hvers árs en verður með breyttu sniði ár. Það verður alfarið kennt í gegnum Teams fjarfundakerfið og dreifist 31 kennslustund yfir á tvær og hálfa kennsluviku.

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem sækjast eftir viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að starfa sem þjónustuaðilar eða sérfræðingar í vinnuvernd og hyggjast veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Einstaklingar sem sækja námskeiðið skulu hafa hlotið menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum. Þeir skulu hafa grunnþekkingu til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta í vinnuumhverfinu svo sem eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra og sálfræðilegra þátta.

Þátttakendur taka þátt í tímasettri dagskrá ásamt því að hlusta á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og stunda sjálfsnám.

Umsækjendur eru hvattir til þess að senda inn umsókn um viðurkenningu sem fyrst á netfangið vinnueftirlit@ver.is þannig að hægt sé að meta þekkingu og færni þeirra með tilliti til þess að hljóta viðurkenningu.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um viðmið við mat á hæfni

Mikilvægt er að gögn tengd menntun og reynslu fylgi umsókn.