Fréttir

Önnur fyrirtækjakönnun Evrópu

1.7.2015

Nú styttist í Vinnuverndarvikuna 2015 en í ár eins og í fyrra er þemað stjórnun streitu og andlegrar- og félagslegrar áhættu á vinnustöðum. Í lok síðasta mánaðar birti Vinnuverndarstofnun Evrópu helstu niðurstöður úr annarri fyrirtækjakönnun Evrópu(ESENER-2) um nýjar og aðsteðjandi hættur en hún var framkvæmd á hátt í 50.000 vinnustöðum í 36 löndum og þar á meðal á Íslandi.

„Markmið ESENER-2 er að komast að því hvernig heilbrigði og öryggi - og einkum nýjum og aðsteðjandi áhættum, eins og sálfélagslegum áhættum – sé stjórnað í fyrirtækjum af öllum stærðum, þar á meðal í ör- og smáfyrirtækjum með 5 til 10 starfsmenn. Spurningum könnunarinnar var beint til þess einstaklings í fyrirtækinu sem vissi mest um vinnuvernd. Svarendur bentu á helstu áhættuþætti í fyrirtækjunum sínum og lýstu hvernig stjórnun þeirra fari fram. Einnig var mikilvægt að þeir skýrðu frá því hvers vegna þeir stjórna áhættunum - og helstu ástæðunum sem hindra þá í að leggja mat á vinnustaðaáhættur yfir höfuð.“

Samskipti við erfiða viðskiptavini, sjúklinga, nemendur o.s.frv. er algengasti áhættuþátturinn eða hjá 58% fyrirtækja. 76% fyrirtækja framkvæma áhættumat reglulega og af þeim telja 90% að það sé gagnleg leið við stjórn á öryggis- og heilbrigðismálum.

Hægt er að lesa nánar um ESENER-2 könnunin á vef Vinnuverndarstofnun Evrópu.