Fréttir

Öll vinna bönnuð við byggingarframkvæmdir að Grensásvegi 12

16.11.2017

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað að Grensásvegi 12 í Reykjavík, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.  Var öll vinna bönnuð á verkstað þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talinn hætta búinn, uns búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.     

Hér er hægt að sjá ákvarðanir Vinnueftirlitsins

Uppfært 26. janúar 2018: 

Fyrirtækið hefur nú gert úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins.