Fréttir

Öll vinna bönnuð í vakt- og lyfjaherbergi á Landspítalanum

15.2.2018

Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar 2018 fundust m.a. rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi merkt 626. 

Af framangreindum ástæðum var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talinn hætta búinn, uns búið er að gera úrbætur.  Þrátt fyrir bannið getur Landspítalinn unnið að úrbótum.   


Hér er hægt að sjá ákvarðanir Vinnueftirlitsins.

Uppfært: Landspítalinn hefur gert úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins og hefur stofnunin því aflétt banninu frá og með 20. febrúar 2018.