Fréttir

Öll vinna bönnuð á þriðju hæð Austurvegar 38, Selfossi

24.1.2018

Þann 22. ágúst 2016 varð alvarlegt slys á þriðju hæð á Austurvegi 38 vegna vanbúnaðar brunastiga og flóttaleiðar á hæðinni, í kjölfar þess var öll vinna bönnuð á hæðinni. Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á þriðju hæð Austurvegar 38, Selfossi, þann 15. janúar 2018 kom í ljós að nýr eigandi hafði tekið við húsinu og hafnar voru framkvæmdir á hæðinni, en ekki höfðu verið gerðar úrbætur í samræmi við fyrirmæli stofnunarinnar varðandi vanbúnað brunastiga og flóttaleiðar. 

Af framangreindum ástæðum var því öll vinna bönnuð á hæðinni þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talinn hætta búinn, uns búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.  Þrátt fyrir bannið getur atvinnurekandi unnið að úrbótum á brunastiganum og flóttaleiðinni.

Hér er hægt að sjá ákvarðanir Vinnueftirlitsins.