Fréttir

Nýtt verkfæri fyrir áhættumat

26.6.2017

Harid

Vinnueftirlitið og Félag hársnyrtisveina hafa gefið út nýtt rafrænt verkfæri til að gera áhættumat á hársnyrtistofum. Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í því eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu, tilvísanir í lög og reglur og myndir til útskýringar.

Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu. Í framhaldinu þarf vinnustaðurinn að gera nauðsynlegar úrbætur. Áhættumatið skiptist í fimm flokka: Vinna á hársnyrtistofu, hússnæði, notkun efna, starfsandi og streita og vinnuverndarstarf.

Komin eru út rafræn áhættumatverkfæri fyrir þrjár „starfsgreinar“:

Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði standa saman að gerð áhættumatsverkfæra undir nafninu OiRA sem stendur fyrir Online interactive Risk Assessment, eða á íslensku; rafrænt gagnvirkt áhættumat. Í dag taka 16 Evrópuríki þátt í þróun verkfæra og fleiri eru á leiðinni.