Fréttir
  • Grafa

Nýskráningum vinnuvéla fækkaði um 23% árið 2020

25.1.2021

Nýskráningum vinnuvéla fækkaði um 23% hér á landi árið 2020 miðað við árið á undan. Samtals voru 1.386 vinnuvélar skráðar hjá Vinnueftirlitinu í öllum flokkum saman borið við 1.708 árið 2019. Afskráningum vinnuvéla fjölgaði aftur á móti úr 1.155 árið 2019 í 2.097 árið 2020 eða um 81,6 prósent. Skýrist það af sérstöku átaki sem stofnunin réðst í á árinu.

Þrátt fyrir að COVID-19 farsóttin hafi geisað stærstan hluta ársins 2020 fækkaði vinnuvélaskoðunum almennt aðeins um 9,9 prósent á milli ára. Áhrifa faraldursins á slíkar skoðanir gætti einkum í framleiðslufyrirtækjum, í fluggeiranum, í sjávarútvegi og hjá bændum en áhrif á skoðanir vinnuvéla í mannvirkjagerð og jarðvinnslu voru aftur á móti lítil.