Fréttir

Nýr forstjóri Vinnueftirlitsins frá 1. janúar 2019

18.12.2018

Hanna-SigridurFé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra hef­ur ákveðið að skipa Hönnu Sig­ríði Gunn­steins­dótt­ur, nú­ver­andi skrif­stofu­stjóra skrif­stofu lífs­kjara og vinnu­mála í vel­ferðarráðuneyt­inu, for­stjóra Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins.

Hanna Sig­ríður er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands og BA-próf í sál­fræði. Hún á baki lang­an starfs­fer­il inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og lengst af sem stjórn­andi, eða allt frá því hún var sett yfir skrif­stofu jafn­rétt­is- og vinnu­mála í fé­lags­málaráðuneyt­inu árið 2004. Þá starfaði hún um nokk­urra mánaða skeið árið 2009 sem sett­ur ráðuneyt­is­stjóri í fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­inu.

Hanna Sig­ríður hef­ur yf­ir­grips­mikla þekk­ingu á verk­efn­um sem lúta að vinnu­mál­um í víðu sam­hengi enda hef­ur hún um langt ára­bil sem skrif­stofu­stjóri þess­ara mál­efna fjallað um verk­efni sem varða rétt­indi og skyld­ur launa­fólks og at­vinnu­rek­enda, vinnu­markaðsaðgerðir, starf­send­ur­hæf­ingu, vinnu­eft­ir­lit og fleira.