Fréttir

Ný vefsíða

13.2.2017

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra opnaði á föstudaginn nýja vefsíðu sem sett hefur verið upp í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun og Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða upplýsingasíðu þar sem nálgast má fræðslu um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja sem senda fólk til starfa hér á landi auk laga og reglna sem gilda um starfsemi starfsmannaleiga hér á landi.

Vefsíðan er liður í því að bæta upplýsingagjöf til erlendra aðila sem starfa tímabundið hér á landi og tryggja að þeir starfi í samræmi við lög og reglur.

Sjá nánar á vefnum http://posting.is/.