Fréttir

Ný reglugerð um vélknúin leiktæki

2.3.2015

Þann 1. mars sl. tók gildi ný reglugerð nr. 151/2015 um vélknúin leiktæki. Reglugerðin gildir um vélknúin leiktæki fyrir börn og fullorðna en minni leiktæki sem eingöngu eru ætluð börnum og gangsett eru t.d. með mynt eru undanskilin.


Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun vélknúinna leiktækja, farþega og annarra, sem og starfsmanna sem starfa við þau. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um uppsetningu búnaðarins, merkingar, leiðbeiningar á íslensku, viðhald og rekstur hans.

Aðal breytingarnar frá eldri reglugerð snúa að merkingum og leiðbeiningum fyrir notendur tækjanna, auk þess sem nánar er fjallað um skyldur innflytjenda og rekstraraðila, áhættumat, þjálfun starfsmanna og fleira sem að rekstrinum snýr. Jafnframt eru ákvæði um eftirlit rekstraraðila, sem og utanaðkomandi eftirlit sem er á verksviði Vinnueftirlitsins. 

Eins og komið hefur verið fram tók reglugerðin gildi 1. mars. Frá sama tíma falla úr gildi eldri reglur nr. 453/1991 um vélknúin leiktæki í skemmtigörðum.