Ný reglugerð um einföld þrýstihylki
Ný reglugerð nr. 1021/2017 um einföld þrýstihylki innleiðir tilskipun 2012/18/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða einföld þrýstihylki fram á markaði.
Helstu nýmælin með þessari reglugerð eru þau að ná fram þeim viðmiðunum sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 um kröfur varðandi faggildingu og markaðseftirlit í tengslum við markaðssetningu á vörum og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 768/2008 um sameiginlegan ramma um markaðssetningu á vörum, nánar tiltekið er um að ræða samræmingu reglna á sviði markaðseftirlits.
Þær kröfu sem framangreind reglugerð hefur í för með sér munu ekki verða afturvirkar og því eldri reglur nr. 377/1996 um þrýstihylki gilda um þau þrýstihylki sem framleidd voru fyrir 27. nóvember sl.
Vinnueftirlitið metur það svo að þessi reglugerð muni ekki hafa mikil áhrif í för með sér fyrir atvinnulífið í landinu þar sem í grunninn eru ákvæði þessarar nýju reglugerðar þau sömu og í fyrri reglum auk þess sem enginn framleiðandi einfaldra þrýstihylkja er á Íslandi.