Fréttir

Ný lög hafa tekið gildi

31.7.2015

Ný lög nr. 80/2015 sem m.a. breyta lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 (vinnuverndarlögunum) hafa verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi.

Helstu nýmæli laganna eru:

  1. Tryggð er lagastoð fyrir nýrri eineltisreglugerð sem mun að öllum líkindum verða sett af ráðherra á þessu ári, en drög að nýrri eineltisreglugerð hafa verið unnin í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.
  2. Atvinnurekanda er gert skylt að senda Vinnueftirlitinu formlega tilkynningu um úrbætur vegna fyrirmæla sem honum eru veitt.

Nú er það orðin lögformleg skylda fyrir atvinnurekendur að senda formlega tilkynningu til Vinnueftirlitsins þegar úrbætur á vinnuaðstæðum starfsmanna hafa verið framkvæmdar í samræmi við fyrirmæli stofnunarinnar. Þetta þýðir einnig að 1. mgr. 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er nú virk, og er það nú refsivert að veita Vinnueftirlitinu rangar upplýsingar um það hvort úrbætur hafi verið framkvæmdar. Refsirammi þessa ákvæðis eru sektir eða fangelsi allt að 4 mánuðum.