Fréttir

Ný lög

28.6.2018

Beltagrafa að störfumLög nr. 75/2018 hafa nú tekið gildi en þau munu m.a. breyta lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

Samkvæmt þessum lögum hefur hámark dagsekta hækkað úr 100.000 kr í allt að 1 milljón kr fyrir hvern dag.  Hafa dagsektir Vinnueftirlitsins því hækkað sem því nemur.  Að auki kveða lögin á um að það sé refsivert að stjórna skráningarskyldri vinnuvél án gildra réttinda frá Vinnueftirlitinu. Hefur Vinnueftirlitið byrjað að framfylgja réttindaskyldunni og mun stofnunin kæra til lögreglu öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án gildra vinnuvélaréttinda.

Lög nr. 75/2018 lögfesta ábyrgð verkkaupa m.a. á samræmingu öryggis- og heilbrigðismála starfsmanna við mannvirkjagerð. Þau setja einnig starfsmönnum Vinnueftirlitsins nútímalegt þagnarskylduákvæði og kveða á um heimild Vinnueftirlitsins til að miðla upplýsingum til annarra stjórnvalda og að kalla eftir upplýsingum til annarra stjórnvalda og atvinnurekenda sem nauðsynlegt er stofnuninni í lögbundnu eftirliti þess.