Fréttir

Vinnueftirlitið veitti viðurkenningar til fyrirmyndar-fyrirtækja

28.10.2010

vvv2010

Verðlaunahafar 2010 ásamt forstjóra Vinnueftirlitsins, frá vinstri: Eyjólfur Jóhannsson frá Rafey, Hrólfur Jónsson frá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, Tómas Tómasson og Kolbeinn Kolbeinsson frá Ístak og Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins.

Haldin var sl. þriðjudag, 26. okt. ráðstefnan ÖRUGG VIÐHALDSVINNA þar sem Vinnueftirlitið veitti viðurkenningu til þriggja fyrirtækja sem þóttu standa sig vel á árinu í verkefnum sem tengjast viðhaldsvinnu. Ráðstefnan tókst vel og sóttu hana um 200 manns. Vinnueftirlitið hefur haldið árlega ráðstefnur í Vinnuverndarvikum sl. ellefu ár eða frá árinu 2000. Vikurnar eru ávallt haldnar seinni hluta októbermánaðar.
Sú nýbreytni var gerð núna að sett var upp sýning frá ýmsum fyrirtækjum sem tengjast á einn eða annan hátt viðhaldsverkefnum. Það er Vinnuverndarstofnun Evrópusambandsins sem leggur línurnar í vinnuverndarvikunum en Vinnueftirlitið er framkvæmdaraðili á Íslandi.

Þrjú fyrirtæki hlutu viðurkenningu Vinnueftirlitsins fyrir framúrskarandi vinnuverndarstarf:

Rafey á Egilsstöðum fyrir að standa almennt vel að öryggismálum við viðhaldsvinnu (sjá rökstuðning hér).

Framkvæmda- og eignasvið Reykjvíkur fyrir öryggismál tengd viðgerð á þaki Laugardalshallar (sjá rökstuðning hér).

ÍSTAK fyrir öryggismál við viðhaldsvinnu á Hallgrímskirkjuturni (sjá rökstuðning hér).