Fréttir

Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun á Reykjanesi flytjast í sama húsnæði

25.1.2011

Þann 1. febrúar 2011 opna Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun sameiginlega umdæmisskrifstofu að Krossmóum 4a, í Reykjanesbæ.
Vinnueftirlitið hefur verið með skrifstofu á 3. hæð að Krossmóum 4a í u.þ.b. tvö ár en Vinnumálastofnun hefur undanfarin ár verið með skrifstofu að Hafnargötu 55 í Reykjanesbæ.
Nú hefur verið ákveðið í hagræðingarskyni að sameina húsnæði þessara tveggja stofnana í Reykjanesbæ þar sem verður m.a. sameiginleg afgreiðsla.
Opið verður hjá Vinnueftirlitinu mánudaga til fimmtudaga frá
kl. 09.00 -15.00 og á föstudögum verður opið frá 08.00 ? 12.00.
Hið nýja húsnæði er á 2. hæð að Krossmóum 4a.