Fréttir

Vinnueftirlitið leitar að fyrirmyndarfyrirtækjum!

4.9.2008

Í tengslum við vinnuverndarvikunnar 2008 BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA LÍF-
ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN
óskar Vinnueftirlit ríkisins eftir ábendingum um fyrirmyndar fyrirtæki. Fyrirhugað er að veita viðurkenningu þeim vinnustöðum sem gert hafa gott áhættumat sem skilað hefur öruggari og betri vinnuaðstæðum fyrir starfsfólkið.
Viðurkenningar verða veittar á ráðstefnunni BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA - LÍF
ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN á Grand Hótel 21. október n.k..

Atriði sem einkum skal hafa í huga þegar frammistaða fyrirtækja er metin eru:

Hefur fyrirtækið gert áhættumat fyrir alla þætti vinnunnar þ.e. umhverfisþætti, vélar og tæki, efnanotkun, hreyfi- og stoðkerfi, og félagslega og andlega þætti?

Hefur verið gerð áætlun um forvarnir og heilsuvernd byggt á niðurstöðum áhættumatsins?

Hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir fengið lögboðna fræðslu?

Eins og áður segir óskar Vinnueftirlitið eftirábendingum um fyrirtæki sem gætu verið verðug að hljóta slíka viðurkenningu. Ábendingar skal senda á leifur@ver.is eða ingibjorg@ver.is fyrir 20. september 2008.