Fréttir

Vinnueftirlitið hefur gefið út handbók um flutning á hættulegum farmi sem stykkjavara

18.1.2010

Vinnueftirlitið hefur gefið út handbók um flutning á hættulegum farmi sem stykkjavara, svokallaða ADR-handbók. Handbókin er fyrst og fremst ætluð fyrir námskeið fyrir þá sem vilja afla sér réttinda til að flytja hættulegan farm á vegum á Íslandi og Evrópska efnahagssvæðinu. Þá getur hún nýst almennt við flutninga á hættulegum farmi, öryggisráðgjöfum, sendendum og eftirlitsaðilum. Handbókin verður aðalnámsgagnið á ADR-námskeiðun en einnig má kaupa hana á skrifstofum Vinnueftirlitsins.  Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið, Umferðarstofa og flutningafyrirtækin ET ehf og Landflutningar-Samskip styrktu útgáfu bókarainar. 

  Sjá einnig frétt sem birtist á heimasíðu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins


ADR - HANDBÓK
Flutningur á hættulegum farmi
Stykkjavara
Verð: 6.000:-kr.