Fréttir

VINNÍS fundur um öryggis- og heilbrigðisáætlanir

19.10.2004

Kastljós EVRÓPSKU VINNUVERNDARVIKUNNAR í ár beinist að byggingastarfsemi.

Af því tilefni stendur VINNUVISTFRÆÐIFÉLAG ÍSLANDS fyrir morgunverðarfundi 21. október n.k. frá kl. 8:30-10:00 í húsi Ístaks að Engjateigi 7 Reykjavík. Aðgangur er ókeypis. Þátttaka óskast tilkynnt á netfanginu berglind@ver.is

Meginefni fundarins er: Öryggis- og heilbrigðisáætlun við byggingaframkvæmdir og mannvirkjagerð

 Dagskrá fundarins:

1. Ístak kynnir innra eftirlitsstarf við byggingaframkvæmdir.

Í tilefni af evrópsku vinnuverndarvikunni hefur Ístak hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins fyrir gott innra eftirlitsstarf við byggingu vörumiðstöðvar Samskipa í Reykjavík.

2. Hannes Jónsson ehf. kynnir öryggis- og heilbrigðisáætlun í litlu fyrirtæki

Í tilefni evrópsku vinnuverndarvikunni hefur Hannes Jónsson ehf. hlotið viðurkenningu fyrir góða framsetningu á öryggis- og heilbrigðismálum vegna rafstöðvarbyggingar að Nesjavöllum.

3. Eski ehf. verkfræðistofa. Högg og hvað svo?

Kynning ráðgjafa í vinnuvernd.

Reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingavinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð tóku gildi hér á landi árið 1997.

Markmið reglnanna er að samræma öryggis- og heilbrigðisráðstafanir á þessum stöðum. Sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur þar sem fleiri en einn verktaki eru að störfum. Skilgreint er hlutverk verkkaupa, verkefnisstjóra, atvinnurekenda, verktaka og samræmingaraðila öryggis og heilbrigðisráðstafana bæði á undirbúnings- og framkvæmdarstigi verks.