Fréttir

Viðurkenndir þjónustuaðilar á sviði vinnuverndar

21.9.2004

Vinnueftirlitið hefur viðurkennt nokkra aðila til að starfa sérstaklega sem þjónustuaðilar eða ráðgjafar á ýmsum sviðum vinnuverndar.

Samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gr. 66.a getur atvinnurekandi leitað aðstoðar, við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, hjá hæfum þjónustuaðilum sem hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins.

Þjónustuaðili sem veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum skal hafa aðgang að sérfræðingum á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðru sambærilegu sérsviði þannig að þeir séu færir um að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra, vistfræðilegra og sálfélagsfræðilegra þátta.

Sérfræðingur, sem vinnur að heilsuvernd á vinnustað, skal starfa sem óháður, sérfróður aðili. Hann skal vera atvinnurekendum, fulltrúum þeirra og launafólki til ráðuneytis og ráðgjafar, svo og öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumhverfi.

Vinnueftirlitið getur ekki mælt með aðilum nema að viðkomandi ráðgjafi hafi fengið viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að starfa á sviði öryggis- og heilbrigðismála á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið hefur viðurkennt eftirfarandi þjónustuaðila á mismunandi sviðum vinnuverndar:

Þjónustuaðilar með heildstæða viðurkenningu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum

Sólarplexus ehf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími  585 9260
Tengiliður: Lovísa Ólafsdóttir, Bergrún H. Gunnarsdóttir
lovisa@solarplexus.is; bergrun@solarplexus.is
www.solarplexus.is

Saga Heilsa & Spa, Nýbýlavegi 24, 200 Kópavogi, sími 511 2111
Tengiliður: Anna Dagný Smith, Sigrún Barkardóttir
annad@sagaheilsa.is ; sigrun@sagaheilsa.is ; mottaka@sagaheilsa.is
www.sagaspa.is

InPro ehf., Fagrahjalla 36, 200 Kópavogi, sími 848 3697 / 555 7600
Tengiliður: Gestur Pétursson,
gestur.petursson@inpri.is ; inpro@inpro.is
http://www.inpro.is

Gáski-vinnuvernd, Bolholti 6-8, 105 Reykjavík, sími 568 9009
Tengiliður: Valgeir Sigurðsson, Svanhildur Jóhannesdóttir
vinnuvernd@vinnuverd.is
www.vinnuvernd.is

Þjónustuaðilar með viðurkenningu sem takamarkast við andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum

Líf og sál sálfræðistofa ehf., Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík,                               
sími 562 8737 / 551 0260
Tengiliður: Einar Gylfi Jónsson,
lifogsal@lifogsal.is

Forvarnir ehf., Lágmúli 5, 4. hæð, 108 Reykjavík, sími 590 9290
Tengiliður: Ólafur Þór Ævarsson,
forvarnir@mmedia.is
www.forvarnir.net

Ráðgjafar með viðurkenningu sem takmarkast við vinnuvernd með áherslu á    líkamlega álagsþætti á vinnustöðum

Magnús H. Ólafsson lögg. sjúkraþjálfari, Bati sjúkraþjálfun, Kringlunni 4-12,       
103 Reykjavík, sími 893 4939/ 553 1234
Tengiliður: Magnús H. Ólafsson,
mho@centrum.is 

Átak heilsuvernd ehf., Álfalandi 14, 108 Reykjavík, sími 869 7736 / 568 7706
Tengiliður: Ágústa Guðmarsdóttir,
atak@mmedia.is
www.mmedia.is/atak

Ráðgjafar með viðurkenningu sem takmarkast við vinnuvernd með áherslu á    aðbúnað og umhverfi, öryggi og slysahættu og efnaálag á vinnustöðum

Eski ehf. Verkfræðistofa, Ægissíðu 64, 107 Reykjavík, sími 568 3737 / 696 3384
Tengiliður: Guðrún H. Hilmisdóttir,
gsh@eski.is

Hnit hf. Verkfræðistofa, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 570 0541
Tengiliður: Steinar Harðarson,
steinarh@hnit.is
www.hnit.is