Fréttir

Verkefnisstyrkur á sviði sálfélagslegs vinnuumhverfis

7.2.2011

Vinnuverndarnefnd norrænu ráðherranefndarinnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir verkefni á sviði sálfélagslegs vinnuumhverfis. Verkefnistyrkurinn, sem er 1,2 milljónir danskra króna til tveggja ára, er veittur til að styrkja rannsóknir sem hafa að markmiði að þróa aðferðir og greina á kerfisbundinn hátt skipulagslega, sálræna og félagslega þætti i þeim tilgangi að greina áhættuþætti á þeim sviðum sem geta spáð fyrir um örorku og nauðsyn á að fara á eftirlaun fyrir venjulegan eftirlaunaaldur.